Möttulnámskeið

hjá Annrík – Þjóðbúningar og skart

Námskeiðið er 15 klukkustundir

  • Kennt er einu sinni í viku í 5 vikur, þrjár klukkustundir í senn
  • Saumaður er einn möttull með flaueliskanti
  • Saumatímar eru fjórir
  • Námskeiðið hefst með mátunartíma
  • Mál tekin hjá hverjum og einum
  • Nemendur velja efni
  • Nemendur fá möttulinn tilsniðinn eftir máli
  • Allt efni og tilleg fæst í Annríki
  • Efniskostnaður í kringum 60-70.000 kr
  • Saumaskapur á mötli:
    • Saumað er ytra byrði og fóður
    • Mátað
    • Flaueliskantur undirbúinn
    • Flaueliskantur saumaður á

Námskeiðsverð 75.000 kr

Leiðbeinandi er Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur.

Skart

Möttulpör eru saumauð á boðunga til að festa hann saman. Þau eru afar fjölbreytt, allt eftir efnum og aðstæðum.

Þau geta verið:

  •  Tveir kúplar svipað beltispari
  • Litlar hálfkúlur sem festar eru á flatar plötur. Þannig eru oft 3-4 hálfkúlur á hvorum helmingi. Í hverri kúlu hangir gjarnan lítið lauf eða dropi

Möttulpör geta verið steypt, handunnið víravirki eða loftverk. Verð eru mjög mismundandi eftir gerð. Mismunandi verð er á möttulpari eftir því hvað er valið, ekki innifalið.

Einnig má sauma svartan krók og lykkju í stað möttulpars.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Telma Rún í skautbúningi og möttli.

Telma í fallegum möttli

Nánar um Möttul

Möttulnámskeið