Faldbúningsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Þriggja ára námskeiðsröð

  • Saumaður er einn faldbúningur
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Byrjað er á útsaumi í pils
  • Á tímabilinu eru kenndar ýmsar útsaums- og skreytiaðferðir svo sem blómstursaumur, skattering, baldýring, knipl, flauelisskurður, perlusaumur og fleira
  • Námskeiðsröðin skiptist í nokkur námskeið eftir því hvaða búningur er saumaður
  • Til dæmis er saumaður 19. aldar upphltur sem er hluti af faldbúningi
  • Höfuðbúnaðir, kragar, belti og teyjur eru meðla þess sem unnið á tímabilinu
  • Búningurinn er saumaður úr bestu fáanlegum efnum og eru þau til sölu í Annríki

Ekki er mögulegt að setja nákvæmt verð þar sem mismunandi leiðir eru farnar við gerð búningsins.  Grunnkostnaður í efnum og námskeiðum er aldrei undir 500.000 kr sem deilist á öll þrjú árin. Verð á skarti er þar fyrir utan.

Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.

Fróðleikur

Svo virðist sem konur af flestum stigum hafi borði faldbúning. Efni og skreytingar hafi farið eftir efnum og standi.

Ritaðar heimildir ferðamanna á 18. og 19. öld greina stundum frá konum við störf í slíkum búningum. Þeir töldu slíkan fatnað ekki þægilega til vinnu.

Annríki - Þjóðbúnigar og skart. Auður í faldbúningi yngri.

Auður glæsileg í faldbúningi

Nánara um faldbúning

Faldbúningsnámskeið