Kniplnámskeið
hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart
Námskeiðið er 30 klukkustundir
- Kennt einu sinni í viku í sjö vikur, frá 18:30 – 21:30
 - Sett er upp blúnda á upphlutsbak eða annað sambærilegt (efni ekki innifalið)
 - Kniplbretti og pinna er hægt að fá lánaða á meðan á námskeiðinu stendur
 - Fjöldi 6-8 nemendur
 - Efni í prufur er innifalið
 
Leiðbeinandi Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur.
Fróðleikur
- Knipl er orð notað yfir handverk sem á ensku nefnist bobbin lace
 - Knipl er gamalt handverk notað til að vinna blúndur
 - Erlendis var mest notað af hör-, silki- og vírþræði
 - Hér á landi var slíkt fínerí af skornum skammti en sést á upphlutum og faldkrögum
 - Á pils og samfellur var notuð fínt spunnin ull í blúndur
 

Viðamikið ullarknipl í vinnslu
Íslenskir kniplingar eru fjölbreyttir að gerð
			
											
				






