Kyrtilnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Þriggja ára námskeiðsröð eða styttra

Kyrtlar geta verið af ýmsum gerðum með mismunandi skreytingum. Sé kyrtill skreyttur með útsaumi og baldýringu fylgir hann þriggja ára námskeiðsröð. Sé hann lagður leggingum og snúrum er hægt að vinna hann á styttri tíma.

  • Saumaður er einn kyrtill
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Námskeiðsröðin skiptist í nokkur námskeið eftir því hvernig búning skal sauma
    • Útsaumur, baldýring, höfuðbúnaður og samsetning er meðal námskeiða
  • Hafist handa við útsaum í pils eða leggingar með snúrum
  • Baldýringu má nota á belti eða nota stokkabelti
  • Saumaður er höfuðbúnaður, skautfaldur og blæja
  • Við höfuðbúnað er notuð spöng, koffur eða stjörnuband
  • Skart við kyrtil er næla, belti og spöng, koffur eða stjörnuband
  • Búningurinn er saumaður úr bestu fáanlegum efnum t.d. ullarefni, satíni og crepe
  • Sérhæfð efni og tillegg er til sölu í Annríki

Ekki er mögulegt að setja nákvæmt verð þar sem mismunandi leiðir eru farnar við gerð kyrtilsins.  Grunnkostnaður á námskeiðum og efnum gæti verið á bilinu 300 – 500.000 kr eftir því hvaða leið er valin. Verð á skarti er þar fyrir utan.

Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Fjallkonan Katrín, uppá búin kyrtli. Skátar standa sitthvoru megin við með íslenska fána.

Katrín Ósk í kyrtli, glæsileg fjallkona í Hafnarfirði á 17. júní 2015

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Snúrulagt flauelisbelti með gylltu beltispari skreyttu víravirki

Snúrulagt flauelisbelti með beltispari

Nánar um kyrtil

Kyrtilnámskeið