Upphlutsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Námskeiðið er 33 klukkustundir

  • Kennt er einu sinni í viku í ellefu vikur, þrjár klukkustundir í senn
  • Saumaður er einn upphlutur
  • Saumað er upphlutur, pils, skyrta, svunta
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Gert er belti og húfa sett saman
  • Efni í 19. aldar upphlut kostar frá 100.000 kr
  • Efni í 20. aldar upphlut kostar frá 150.000 kr
  • Verð á skarti er mismunandi eftir því hvað er valið

Námskeiðsverð er 200.000 kr.

Leiðbeinandi er Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. 20. aldar upphlutsbök.

20. aldar upphlutsbök, fallegt knippl

Skrá mig á námskeið

Nánara um upphlut 19. og 20. aldar

Búningurinn samanstendur af skyrtu, upphlut, pilsi, svuntu og húfu

  • Skyrtan er úr ljósri bómull. Afar einföld í sniði
  • Upphlutur er lítil ermalaus flík (vesti). Efni eru ullarklæði, vaðmál, ullardamask eða flauel. Litir geta verið margvíslegir s.s. svart, blátt, rautt, grænt.
    • Á baki eru þrjár leggingar. Ein fyrir miðju og krappir bogar sitthvoru megin við. Einnig yfir axlarsauma. Þessar leggingar geta verið úr ýmsu efni s.s. flauelisborðar, líberíborðar, eða knipplingar
    • Boðungar eru skreyttir með líberíborða eða baldýringu í silki og vír
    • Millur eru notaðar til að reima upphutinn saman. Algengt er að þær séu 4-5 pör
    • Handvegir og hálsmál er bryddað með mjóum tilsniðnum renningum úr silki, ull eða flaueli. Þeir geta verið í ýmsum litum
  • Pilsið er sítt úr svörtu eða dökkbláu léttu ullarefni. Pilsið er fellt í mitti undir streng svo passi mittismáli. Föll allan hringinn nema að framan er slétt bil. Pilsið er krækt við upphlutinn
  • Svuntan er felld undir mittisstreng. Hún er gjarnan höfð teinótt eða köflótt úr handofinni ull, bómull eða silki. Ýmsir litir koma til greina
  • Húfa er djúp svört eða dökkblá prjónahúfa. Á húfunni er litaður ullarskúfur. Hólkur eða líberíborði hylur samskeytin húfu og skúfs. Hægt er að fá uppskrift á húfu, garn og prjóna í Annríki

Búningurinn samanstendur af skyrtu, upphlut, pilsi, svuntu, húfu og belti

  • Skyrtan getur verið úr ýmsum efnum s.s. bómull, hör, polyester og nylon. Litir og mynstur hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Ermahnappar og næla eru borin við skyrtuna
  • Upphlutur er saumaður úr léttu svörtu ullarefni
    • Á baki eru tvær bogaleggingar. Handgerðir kniplingar í silfri eða gylltu eru saumaðar utan með mjórri flauelisleggingu. Samskonar skreyting er á axlarsaumum
    • Stundum eru notaðir ódýrari innfluttir borðar í stað kniplinga
    • Framan á boðungum eru stífir flauelisborðar. 4 pör af millum og borðarósir eru saumaðar þar á. Borðarósirnar geta verið úr silfri eða baldýraðar úr vír
    • Undir flauelisborðana eru settir teinar til að stífa upphlutinn að framan
    • Í hálsmál og handvegi er bryddað með sérstöku mjóu bandi, herkúlesarbandi eða flauelisborðum
  • Pilsið er alltaf sítt og svart, í sama efni og upphlutsbolur.  Pilsið er fellt undir streng svo passi mittismáli. Föll allan hringinn nema að framan er slétt bil. Að neðan er gengið frá faldi með skófóðri. Pilsið er krækt við upphlutinn
  • Svuntan er felld undir mittisstreng. Hún getur verið úr ýmsum efnum og er stundum eins og skyrtan
  • Höfuðbúnaður
    • Prjónahúfa er svört, grunn með svörtum silkiskúf
    • Flauelishúfa er svört oft með barði að framan og svörtum silkiskúf
    • Hólkur eða líberíborði  hylur samskeytin húfu og skúfs
  • Belti er notað við búninginn. Oftast belstispar og doppur saumað á flauelisteygju. Stokkabelti eru einnig notuð við upphlut

Upphlutsnámskeið