Annríki - Þjóðbúningar og skart Lógó

          FRÆÐASETUR

   um íslenska þjóðbúninga, skart og handverk

  • Stundum rannsóknir og söfnum heimildum

  • Miðstöð þekkingar um íslenska þjóðbúninga

  • Miðstöð þekkingar um þjóðbúningaskart og handverk

  • Fræðum um og glæðum áhuga á menningarverðmætum

  • Sköpum og njótum undir merkjum íslensks handverks

ÞJÓÐBÚNINGASAFN

 stærsta uppistandandi búningasafn landsins

  • Safnið byggir á rannsóknum á búningum og heimildum

  • Nýjir og gamlir þjóðbúningar í bland ásamt öðrum munum

  • Elsti hlutur safnsins er 130 ára gamall skautbúningur

  • Aðrir munir eru 40 – 50 ára gamlir

  • Hildur hefur endurgert marga búningana eftir fyrirmyndum

  • Munnleg fræðsla er á safninu

  • Safnið segir mikla sögu, sérstaklega sögu íslenskra kvenna

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Faldbúningur yngri og faldbúningar eldri. Telma Rún, Hanna Lind og Auður.

Faldbúningar eldri og yngri

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Faldbúningur eldri.

Faldbúningur eldri. Á fallegum degi í Viðey 2016

Þjóðbúningar

fylgja tískustraumum

Búningar Íslendinga eiga sér langa samfellda sögu eða allt frá landnámi. Nánast ekkert hefur varðveist af fatnaði frá þeim tíma.

Einn elsti heildstæði búningurinn sem  vitað er um er faldbúningur varðveittur í Victoria & Albert Museeum í London. Hann saumaði Guðrún Skúladóttir á seinni hluta 18. aldar.

Heimildir

Ýmsar skriflegar heimildir eru þó til um klæðnað fólks í gegnum aldirnar. Til dæmis í Íslendingasögunum og í ýmsum opinberum gögnum frá fyrri tímum. Þar má nefna dánarbú sem skráð voru frá fyrri hluta 18. aldar.

Innfluttningsskrýrslur eru til frá 18. öld sem sýna hvaða efni var verið að flytja inn til búningagerðar. Augljóst er að búningarnir þróuðust í daglegri notkun eftir tísku og því hráefni sem til var hverju sinni.

Hvað gerir þjóð að þjóð?

Þegar talað er um eldri búninga þá er átt við þann fatnað sem fólk bar fyrr á öldum. Á 19. öld í hringiðu sjálfstæðisbaráttu og rómantíkur varð hugtakið þjóð til. Þegar heilu samfélögin hófu að skilgreina sig og leita uppruna síns í upphafi 19. aldar var spurt: Hvað gerir þjóð að þjóð?

Fyrir Íslendinga lá uppruninn í tungumálinu, fornsögunum og náttúrunni en ekki síður í búningunum. Menn ræddu þessi mál bæði hér heima og í Kaupmannahöfn. Skilgreindu nauðsyn þjóðarinnar fyrir þjóðlegan búning.

Þjóðbúningar

Með tilkomu Sigurðar Guðmundssonar málara að búningamálum um miðja 19. öldina má segja að þar hafi orðið endurreisn kvenbúninganna. Hann hvatti konur til að nota áfram sína fögru búninga frekar en að kasta þeim og taka upp danska klæðatísku.

Með smá lagfæringum og breytingum, nýjum mynstrum og nýjum höfuðbúnaði mætti færa þá nær nútímanum.

Tákn þjóðernis og sjálfstæðis

Þannig þróaðist faldbúningurinn hinn eldri og varð að skautbúningi. Mesta hátíðarbúningi sem konur skörtuðu á tyllidögum.

Kyrtill sem varð til tíu árum síðar var léttari og þægilegri sem dansbúningur og hlaut miklar vinsældir.

Peysuföt og upphlutur þróuðust einnig á löngum tíma en segja má að búningarnir hafi hlotið nýja sess í sögunni á 19. öld. Þeir urðu tákn um þjóðerni og sjálfstæði Íslendinga og hlutu sæmdarheitið þjóðbúningar.

Fræðasetur og safn