ANNRÍKI
Þjóðbúningar og skart
Annríki – Þjóðbúningar og skart er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem við kemur íslenskum búningum. Fyrirtækið var stofnað 2011. Eigendur þess eru Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður og Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur.
Þó fyrirtækið sé ungt er áratuga reynsla að baki. Miðlum þekkingu við gerð íslenskra búninga. Kennum fjölbreytt handverk sem tengist búningunum. Stundum rannsóknir á íslenskum búningum sem leiða til nýrrar þekkingar.
Í Annríki er fræðasetur og safn.
Veitt er sérfræðiþjónusta varðandi:
- Nýsaum
- Lagfæringar á eldri búningum
- Kennslu í gerð íslenskra búninga
- Nýsmíði búningaskarts
- Lagfæringar á eldra skarti
- Hreinsun á skarti
- Ráðgjöf tengd búningum og skarti
Auður í 19. aldar peysufötum með millufesti
Viðburðir Annríkis
TEYMIÐ
Í Annríki er sérfræðiþekking
áratuga reynsla í kennslu á handverki
og sögu íslenskra búninga
Ásmundur Kristjánsson
Vélvirki og gullsmiður
Ási er vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1996. 2009 fór Ási að læra gullsmíði og meistari hans er Dóra Jónsdóttir í Gullkistunni. Ási útskrifaðist 2013 og lauk meistaranámi 2016. Ási hefur sérhæft sig í búningaskarti og stundar rannsóknir og endurgerð búningaskarts. Hvort sem það er að skapa nýtt, endurgera gamalt, laga eða hreinsa er Ási maðurinn í verkið.
Guðrún Hildur Rosenkjær
Klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur
Hildur lauk meistaranámi í klæðskurði og kjólasaum 1997 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún rak Þjóðbúningastofuna í 10 ár og leiðbeindi á þjóðbúninganámskeiðum hjá Heimilisiðnaðarskólanum frá 1997 – 2011. Nú stundar Hildur nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og rannsakar íslenska búningasögu. Sérfræðiþekking Hildar er einstök.
Guðbjörg Andrésdóttir
Ljósmóðir og leiðbeinandi
Guðbjörg er ljósmóðir að mennt og kenndi í áraraðir við heilbrigðissvið Fjölbrautarskólans í Ármúla. Hún er mikil hannyrðarkona og stundaði námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum m.a. í baldýringu og búningasaum. Frá stofnun Annríkis – Þjóðbúninga og skart, hefur Guðbjörg leiðbeint á námskeiðum í baldýringu. Fagmanneskja.
Olga Kristjánsdóttir
Kjólasveinn
Olga er kjólasveinn að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík 2003. Hún var starfsmaður Hildar í áraraðir á Þjóðbúningastofunni. Olga er aðstoðarmaður á námskeiðum í Annríki – Þjóðbúningar og skart. Reynsla Olgu í fatagerð er mikil og starfar hún á þeim vettvangi. Hún hefur saumað marga þjóðbúninga á sig og fjölskyldu sína. Miðlar af mikilli þekkingu og reynslu.
Bakhjarlar
Annríkis – Þjóðbúninga og skarts
Margir hafa lagt Annríki – Þjóðbúningum og skarti lið. Verið til taks í myndatökur. Aðstoðað í starfinu og tekið þátt. Að öllum öðrum ólöstuðum þökkum við eftirtöldum aðilum fyrir sérstakan stuðning og hvatningu í gegnum tíðina.
- Auður Brynjólfsdóttir
- Árni Rosenkjær
- Brynjólfur Jónsson, ljósmyndari
- Erla Rúrí Sigurjónsdóttir
- Hanna Lind Rosenkjær Sigurjónsdóttir
- Guðríður Karlsdóttir
- Margrét Skúladóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Sigríður Einarsdóttir
- Steinunn Guðnadóttir
- Telma Rún Rosenkjær Jóhannsdóttir
Auk þess viljum við þakka gott og ómetanlegt samstarf við Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands auk fjölda annarra safna. Slíkt samstarf er grunnurinn að öllu okkar starfi.
Við höldum áfram að vaxa og dafna með ykkur og öllum hinum.