Faldbúningur Rannveigar Filipusdóttur Sívertsen

Föstudaginn 26. febrúar 2016 færði Annríki – Þjóðbúningar og skart Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær gjöf.  Faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen.

Búningurinn var unnin í samstarfi við Faldafreyjur í Annríki. Frumkvæði að verkinu áttu hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður.

Árið 2014 voru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen. Hann fékk nafnbótina riddari fyrir störf sín og vasklega framgöngu í málefnum Íslendinga. Það ár var haldin ráðstefna til að minnast þeirra tímamóta. Margir fræðimenn fjölluðu um Bjarna. Líf hans sem verslunar og útverðarmanns í Hafnarfirði.

Fyrirlestur um búninga

Hildur í Annríki hélt fyrirlestur um búninga eiginkonu hans Rannveigu Filipusdóttur Sívertssen. Rannveig var fædd 26. febrúar 1744. Hún var því 19 árum eldri en Bjarni. Eftir andlát hennar 28. ágúst 1825 var dánarbúið skráð. Þar kom fram að Rannveig átti mikið af fatnaði. Eingöngu var um íslenska búninga að ræða þar á meðal þrír faldbúningar.

Í húsi Bjarna riddara eru gínur sem eiga að sýna þau hjón. Þar er Bjarni upp á búinn samkvæmt tísku þess tíma. Fyrirmyndin er málverk af honum sem hangir í húsinu. Rannveig var hinsvegar búin grænum ullarkjól að „danskri fyrirmynd“.

Gjafabréf

Þótti þeim hjónum í Annríki leitt að Rannveig ætti ekki búning samkvæmt dánarbúi hennar. Dánarbúið sýndi stöðu hennar og stand. Því var ákveðið að fara út í það mikla verkefni að búa hana faldbúningi.

Árið 2014 voru liðin 270 ár frá fæðingu hennar. Á þeim tímamótum var safninu og Hafnarfjarðarbæ afhent gjafabréf. Þar segir að faldbúningur á Rannveigu verði afhentur fullbúinn tveimur árum síðar.

„Stuðst verður við upplýsingar úr dánarbúi hennar við gerð búningsins. Þannig verður hann trúverður og sannur fyrir konu í hennar stöðu. Búningurinn verður handunninn eins og tíðkaðist. Að verkinu munu koma fjöldi fólks. Öll vinna við saumaskap og annað sem að búningagerðinni lýtur verður gefin.“

Styrkir

Verk er gríðarlega umfangsmikið og kostnaðarsamt. Því var sótt um styrk til Menningar- og Ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1,8 milljónir þ.e. efni, skart og kynningar á verkefninu.

Nefndin úthlutaði 200.000 kr. Ekki fengust fleiri styrkir til verkefnisins þótt eftir því væri leitað til félagasamtaka í bænum.

Tveir aðilar gáfu skart á búninginn. Katrín Gunnarsdóttir gaf millur og Margrét Sigurðardóttir gaf beltispar. Annað skart var smíðað í Annríki. Steinunn Guðnadóttir gaf silkiklút sem Rannveig ber sem handlínu.

Faldafreyjur

Um áramót 2015 var stofnaður vinnuhópurinn Faldafreyjur. Hann var skipaður 9 konum. Nemendum og vinum Hildar og Ása í Annríki.

  • Ásdís Björgvinsdóttir
  • Björk Garðarsóttir
  • Elín Kristín Björnsdóttir
  • Guðbjörg Andrésdóttir
  • Guðrún Hildi Rosenkjær
  • Katrín Guðbjartsdóttir
  • Margrét Sigurðardóttir
  • Margrét Skúladóttir
  • Olga Kristjánsdóttir

Faldafreyjur saumuðu búninginn. Þær hittust reglulega í Annríki allt árið 2016. Hver tók að sér eitt verkefni.

Sauma þurfti:

  • nærskyrtu
  • undirpils
  • upphlut með áföstu ullarpilsi
  • klæðispils og svuntu með grænum leggingum
  • treyju með prjónuðum ermum
  • baldýraðan kraga og belti

Hildur endurgerði höfuðbúnað við hæfi. Fyrirmyndin var koparstunga sem hangir í byggðasafninu og er af Rannveigu.

Mikið verk og tímafrekt

Varlega áætlað tók verkið á milli 6-700 klukkustundir. Ásmundur Kristjánsson, gullsmiður í Annríki, vann allt skart og gyllti. Verkið tók um 100 klukkustundir. Það má gera ráð fyrir að verkið í heild með efnum, skarti og vinnu sé að verðmæti um 7 milljónir króna.