Þjóðbúninganámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Úrval námskeiða í búningagerð

Efni og tillegg fæst í Annríki

Máltaka fer fram í fyrsta tíma fyrir hvern búning. Nemendur velja og kaupa efni og tillegg sem fæst í Annríki.

Búninginn fá nemendur tilsniðinn í næsta tíma. Allt skart á búninga fæst í Annríki, nemendur geta keypt skart eða látið laga gamalt. Á námskeiðstímanum er búningurinn fullkláraður undir styrkri leiðsögn.

Allir geta ef vilji er fyrir hendi

Það er viðamikið verkefni að sauma þjóðbúning. Góðan tíma þarf til verksins. Talsverðrar heimavinnu er krafist ásamt góðri mætingu til að halda námskeiðsáætlun.

Nemendur læra og tileinka sér fjölbreytt handverk. Ýmsar útfærslur eru í boði við gerð búninga hvað varðar skreytingar. Því fer mismunandi tími í hvert verk.

Öllum búninganámskeiðum lýkur með hátíðlegri útskrift.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Frænkurnar á afmælis og útskriftarhátíð Annríkis í Viðey 2016. Þær bera faldbúniga og 19. aldar upphlut.

Frænkurnar í afmælishátíð Annríkis í Viðey 2016

Gestir og nemendur við útskrift og afmælishátíð Annríkis í Viðey 2016

Skrá mig á námskeið
Þórdís Þórs nemandi Annríkis - Þjóðbúningar og skart

Ég saumaði 20. aldar upphlut á námskeiði í Annríki. Ég hafði ALDREI saumað neitt af ráði en það kom ekki að sök. Hildur hefur einstakt lag á því að útskýra og sýna hvernig maður á að bera sig að við saumaskapinn. Ási kom reglulega inn með fróðleik varðandi þjóðbúningasilfur og búninga. Þetta var frábært námskeið sem mun nýtast mér um alla framtíð. Ég gef Hildi og Ása bestu meðmæli.

Þórdís Þórsdóttir
Ingunn, nemandi í Annríki - Þjóðbúningar og skart.

Mikið er ég nú lukkuleg á faldbúningsnámskeiðinu hjá Annríki. Ég ætlaði aldrei að sauma út neðan á pilsið heldur skreyta með leggingum. En eftir að Hildur lét alla gera skylduprufu í útsaumi, þá gerði það mér auðveldara fyrir. Ég ákvað því að gera tvær svuntur aðra með flauelsborðum og hina með útsaum. Ég er mjög ánægð með þetta allt.

Ingunn Elfa Gunnarsdóttir
Hrönn Ásgeirs nemandi Annríkis - Þjóðbúningar og skart.

Ég þekki það sem kennari að mikilvægt er að skipuleggja kennslu vel. Það er vandasamt að vera góður fræðari og öðlast traust nemendanna. Þetta tókst Hildi á námskeiðinu. Það myndaðist góð stemming og góður andi hjá okkur nemendahópnum. Námskeiðið var reglulega skemmtilegt. Hildur er uppfull af fróðleik um sögu og þróun þjóðbúninga. Útskriftarhátíðin var mjög ánægjuleg fyrir okkur öll. Núna þegar upphluturinn er í höfn þá ætla ég næst að sauma barnabúning hjá Hildi í Annríki.

Hrönn Ásgeirsdóttir

Þjóðbúninganámskeið