Upphlutur 19. aldar

Fyrir 1900

Nafnið á við allar eldri gerðir upphlutsbúninga.

Upphlutur er lítil ermalaus flík. Hún getur verið úr ullarklæði. Einnig vaðmáli, ullardamaski eða flaueli. Ýmsir litir hafa tíðkast. Svo sem svart, blátt, rautt eða grænt.

Leggingar

Á baki eru þrjár leggingar. Ein fyrir miðju. Krappir bogar sitthvoru megin við. Leggingar eru líka yfir axlarsauma. Þær geta verið úr ýmsu efni. Oft úr flauelisborðum, líberíborðum eða kniplingum. Ef notaður er flauelisborði er snúra saumuð meðfram hliðum. Jafnvel litlir knipplingar (takkar).

Á framstykki eru mjóir hlýrar. Þeir saumast við bol og axlarsaum. Boðungar eru sniðnir nokkuð beint fyrir að framan. Fremst á boðungum er svartur flauelisrenningur og silkibrydding.

Skart og skreyting

Millur saumast á flauelisrenninginn. Þær voru notaðar til að reima upphlutinn saman. Mismargar millur voru á upphlutnum. Hefur það farið eftir tísku og velmegun. Algengt er að þær séu 10 stykki. 5 pör með reim og nál. Millur voru oft handunnið víravirki. Einnig steyptar úr silfri. Janvel öðrum ódýrari málmi. Gylltar ef þess er óskað.

Aftan við flauelisrenninginn er settur borði til skreytingar. Það var líberíborði silfur- eða gulllitur. Einnig var hægt að nota baldýraðan borða.

Brydding

Handvegir og hálsmál er bryddað. Notaðir eru mjóir tilsniðnir renningar. Þeir voru úr silki, ull eða flaueli. Ýmsir litir voru notaðir.

Fyrr á tíð var upphluturinn bryddaður eða varpaður í mitti. Undirpils var síðan þrætt þar við. Þróunin varð síðan sú að undirpilsið styttist og eftir varð svokallað skjuð.

Á mittislista eru saumaðir krókar. Þar er pilsið krækt upp á. Belti er ekki notað við þennan búning.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. 19. aldar upphlutir. Mismunandi litir og skreytingar á kotum.

Fremst á boðungum er svartur flauelisrenningur og silkibrydding

Annríki - Þjóðbúningar og skart. 19. aldar upphlutsbök.

Á baki eru þrjár leggingar. Þær geta verið úr flauelisborðum, líberíborðum eða kniplingum. Samskonar leggingar eru á axlasaum

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Hulda í 19. aldar upphlut og drengur í drengjabúning

Hulda Kristjánsdóttir í 19. aldar upphlut með barnabarnið í drengjabúning

Skyrta

19. aldar skyrtan er hvít úr lérefti eða hör. Afar einföld í sniði. Eingöngu misstórir ferningar. Nokkurskonar miðaldaskyrta. Engir axlarsaumar eru.

Hálsmál er klippt upp. Klauf þar niður að framan. Brotið er þar innaf og lagt niður við.

Ermi er með ferning eða auka í handvegi. Klaufar eru framan á ermum. Lagt er niður við þær. Líningar koma þar framan við. Ermar eru hnepptar með tölu eða hnappi.

Pils

Pilsið er úr svörtu eða dökkbláu ullarefni. Einnig var notað klæði eða vaðmál. Í mittið er það er fellt undir streng svo passi í mitti. Mest er það fellt að aftan. Að framan er slétt bil.

Í vinstri hlið er klauf til að komast í pilsið. Þar er gjarnan vasi. Í fald er saumað skófóður. Í pilsstreng eru saumaðar lykkjur. Þar er pilsið krækt upp á upphlutinn svo allt sitji vel.

Svunta

Svunta er samskonar og við peysuföt. Felld undir mittisstreng. Styttri en mittisvíddin u.þ.b 20 sm. Og styttri en pilsið u.þ.b. 20 sm. Þetta hefur líka verið háð tísku. Svuntan er fest saman í vinstri hlið með hnappi eða svuntupari. Stundum voru saumaðir renningar í hliðar strengsins og svuntan hnýtt saman að framan.

Hún er gjarnan höfð köflótt eða teinótt. Notuð er handofinni ull, bómull eða silki. Litir eru mismunandi.

Svuntuhnappar og svuntpör

Svuntupör festa svuntuna saman í mitti. Svuntupar eru tvö stykki sem krækjast saman.  Stundum ágrafin plata eða víravirkisstykki sem líkist millu. Á öðru stykkinu er krókur og hinu lykkja. Á hvorum enda er fótur sem hneppist í hnappagat. Þannig fer hvort stykki í eitt hnappagat. Og krækir síðan svuntuna saman.

Millur

Millur eru oftast smíðaðar úr silfri. Einnig ódýrari málmum. Gylltar ef þess er óskað. Millur geta verið frá 8 – 14 stykki. 4 – 7 pör með reim og nál. Þetta á við um eldri gerði upphluta fyrir 1900. Fjöldinn fór eftir sniði upphlutarins og efnahag.

Langalgengast var að sandsteypa millur. Notuð voru handgerð blýmót. Handsmíðað víravirki var einnig notað.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Lilja Dögg Gylfadóttir í 19. aldar upphlut, 20. aldar barnaupphlutur

Lilja Dögg Gylfadóttir í 19. aldar upphlut og stúlka í 20. aldar upphlut

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Hólkur úr líberíborða við 19. aldar peysuföt.

Líberíborði lokar samskeytum húfu og skúfs

Höfuðbúnaður

Húfan er höfuðbúnaður sem konur hófu að bera um aldamótin 1800. Þá prjóunuð þær sér bláar húfur að hætti skólasveina. Á efri enda húfunnar var settur lítill skúfur. Hann var í ýmsum litum. Yfir samskeytin  var settur silfurþráður.

Húfan náði miklum vinsældum. Hún hefur þróast mikið á þessum tíma. Djúp svört eða dökkblá prjónahúfa er notuð við 19. aldar búninginn Litaður ullarskúfur er á efri enda húfunnar. Hólkur eða líberiborði hylur samskeytin.

Hólkar

Hólkar eru sívalningar. Oft um 4-6 sm á lengd og 1,2-2 sm í þvermál. Þeir eru oftast úr silfri. Einnig úr ódýrari málmum.  Fjölbreytileiki hólkanna er gríðarlega mikill. Bæði í formi og skreytingum.

Oftast eru hólkar sívalir en til eru:

  • kónískir hólkar
  • hólkar sem mjókka frá báðum endum að miðju
  • snúnir hólkar
  • hólkar brotnir upp í 4-6 hliðar

Skreytingar geta verið einföld eða flókin ágrafnin mynstur. Pressuð mynstur og gallerý sem eru innfluttar skreytingar. Víravirki er þá útbúið í sérstakan hólk. Því er smokrað yfir sívalninginn.

Líberíborði var einnig notaður í stað hólks. Hann var saumaður utan um samskeytin. Varðveist hafa baldýraðir hólkar.

Nælur

Nælur eru upprunalega nytjahlutur. Þær héldu saman hálsmáli.  Síðar urðu þær aðallega skart.

Ýmsar gerðir eru til. Steyptar eða handsmíðaðar. Stundum í stíl við annað silfur en ekki alltaf.

Fjölbreytileiki þeirra í formi er mikill:

  • hringlaga
  • sporöskjulaga
  • langar og mjóar
  • hálfkúlur
  • samsettar millur
  • margt fleira

Skreytiaðferðir eru einnig gríðarlega fjölbreyttar. Oft í sama stíl og beltispörin.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Steyptar nælur

Nælur voru upphaflega nytjahlutur en eru nú mest til skrauts

19. aldar upphlutur