This event has passed.
Herrabúningsnámskeið hefst
25/01/2018 kl 18:30
| kr.150.000Herrabúningsnámskeið hefst 25. janúar 2018
Námskeiðið er 33 klukkustundir
- Kennt er einu sinni í viku í ellefu vikur, þrjár klukkustundir í senn frá 18:30 – 21:30
- Fyrsti tíminn fer í mátun og svo eru 10 saumatímar
- Saumuð er treyja, vesti, buxur og skyrta
- Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
- Efniskostnaður er ca 90.000 kr
- Hnappar geta verið misdýrir eftir því hvað er valið
- Silfurhnappar geta kostað um eða yfir 100.000 kr
- Húfa og sokkar. Uppskrift, garn og prjónar fást í Annríki og nemendur prjóna sjálfir
- Allt efni og tillegg fæst í Annríki
Námskeiðsverð er 150.000 kr
Leiðbeinandi er Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjómameistari og sagnfræðingur.
Þú getur skráð þig á námskeið hér eða haft samband í síma 511-1573/898-1573 (Hildur).
Allir geta ef áhugi er fyrir hendi
- Þú lærir réttu handtökin
- Farið er skref fyrir skref í hvert atriði
- Heimavinnu er krafist á milli tíma
- Með okkar aðstoð og ykkar áhuga og vilja geta allir tekið þátt
Tökum vel á móti þér
Við hlökkum alltaf til að fara af stað með nýja hópa og halda áfram með þá sem fyrir eru. Við erum ávalt reiðubúin að leiðbeina og veita svör við spurningum sem upp geta komið.