This event has passed.
Kyrtil, fald- og skautbúningsnámskeið hefst
27/01/2018 kl 10:00 - 16:00
Kyrtil, fald- og skautbúningsnámskeið hefst 27. janúar
Um þriggja ára námskeiðstöð er að ræða
Fyrsti námskeiðsdagur er laugardagurinn 27. janúar frá kl 10:00 – 16:00.
- Nemendur fá kynningu á námskeiðsröðinni sem skiptist í nokkur námskeið eftir hvaða búning skal sauma
- Nánar um hvern búning: kyrtilnámskeið, faldbúningsnámskeið, skautbúningsnámskeið
- Farið verður yfir sögu búninganna og fjölbreytileikann við gerð þeirra
- Kynntar verða ýmsar útsaums- og skreytiaðferðir sem tengjast búningunum s.s. blómstursaumur, skattering, baldýring, knipl, flauelisskurður og perlusaumur
- Nemendur fá prufur til að spreyta sig við útsaum o.fl.
- Nemendur ákveða hvernig búning á að sauma og velja efni í pils
- Allt efni og tillegg fæst í Annríki
Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.
Þú getur skráð þig á námskeið hér eða haft samband í síma 511-1573/898-1573 (Hildur).
Allir geta ef áhugi er fyrir hendi
- Þú lærir réttu handtökin
- Farið er skref fyrir skref í hvert atriði
- Heimavinnu er krafist á milli tíma
- Með okkar aðstoð og ykkar áhuga og vilja geta allir tekið þátt
Tökum vel á móti þér
Við hlökkum alltaf til að fara af stað með nýja hópa og halda áfram með þá sem fyrir eru. Við erum ávalt reiðubúin að leiðbeina og veita svör við spurningum sem upp geta komið.