ÞJÓÐBÚNINGASKART
Annríki – Þjóðbúningar og skart
Ási í Annríki hefur sérhæft sig í gerð þjóðbúningaskarts.
- gamla snúrulagða og kornsetta víravirkinu
- 20. aldar víravirki
- steyptu skarti
- öðru sem notað var til að skreyta búningana
Þjóðbúningaskart hefur verið smíðað frá landnámi. Það hefur þróast, breyst og er margskonar. En notagildi þess er mismunandi. Fer það eftir gerð búningsins hvaða skart tilheyrir honum.
Nú á tímum er skart alltaf smíðað úr silfri. Og gullhúðað ef það á að vera gyllt.
Helsta þjóðbúningaskart við íslenska búninga er:
- Armband, til skrauts
- Belti, gerir búning að einni heild, heldur uppi svuntu
- Borðarósir framan á upphlut, til skrauts
- Ermahnappar, halda saman ermalíningum
- Eyrnalokkar, til skrauts
- Hálsmen, til skrauts
- Hólkur, hylur samskeyti skotthúfu og skúfs
- Húfuprjónar, til skrauts
- Koffur, til skrauts sem hluti af höfuðbúnaði
- Millur, reim og nál, reima saman upphlut
- Nælur, til skrauts
- Spöng, skraut við höfuðbúnað
- Stjörnuband, skraut við höfuðbúnað
- Svuntuhnappur, festir saman í streng í mitti
- Svuntupar, festir saman í streng í mitti
Víravirki 20. aldar
Ási að störfum
Borðarósir
Beltispar og svuntuhnappar
Hólkur á skotthúfu
Húfuprjónn
Lagfæring
og hreinsun búningaskarts
Gamalt búningaskart leynist víða. Það þarf gjarnan að laga og hreina. Flest þjóðbúningaskart er smíðað úr silfri. Stundum úr messing, látúni eða öðrum málum. Sjaldnast smíðað úr gulli.
- Ef skart á að vera gyllt er það gullhúðað
- Allt skart smíðað úr málmum má hreinsa
- Allt skart smíðað úr málmum má lagfæra og gera sem nýtt
- Fáðu metið hvað þarf að gera
- Gefum verðhugmynd eða tilboð
Hafðu samband á [email protected] eða í síma 511-1573
Víravirki raðað í beltisendasprota
Beltisendasproti burstaður eftir sýrubað
Beltisendasproti kveiktur
Beltisendasproti póleraður
Víravirki
smíðað úr silfurþræði
Aðferðin við smíðina er gömul. Víravirki er mjög fjölbreytt í gerðinni. Elsta gerðin er kölluð snúrulögð og kornsett.
Algengt var að sandsteypa slíkt búningaskart. Ýmsir málmar voru notaðir. Svo sem silfrur, tin, kopar, messing og eir.
Víravirki sem við þekkjum í dag varð fyrst til um miðja 20. öld. Þá var upphlutur hátískufatnaður sem konur notuðu daglega.
Loftverk
klippt út og slegið
Loftverk er handverk unnið úr silfurplötum. Mynstrið er klippt út og slegið upp með sérsmíðuðum áhöldum. Þannig myndast laufblöð og blóm. Þau lyftast upp af fletinum. Á bakvið er ætíð slétt hápóleruð plata.
Mikil handavinna er í þessu handverki. Það bíður upp á mikla möguleika. Talsvert er til af búningaskarti skreyttu loftverki. Sérstaklega í stokkabeltum og spöngum við skautbúninga.
Loftverksnæla
Steypt armband
Steypt beltispar
Steyptar millur
Steyptar nælur
Steypt
kastað í mót með miðflóttarafli
Fyrr á tímum var mjög algengt að steypa búningaskart. Steypt var úr silfri. Einnig úr messing og kopar.
Áður fyrr var silfursteypa framkvæmd með sandsteypu. Þar var mót af hlutnum pressað í rakan, þjappaðan sand. Fljótandi málmi var svo helt í mótið.
Í tímanna rás hefur aðferðin þróast mikið. Nú á dögum er notuð kaststeypa. Bræddum málmi er kastað í mót með miðflóttarafli.
Steypuaðferðin er skilvirk. Auðvelt er að framleiða marga hluti á stuttum tíma.
Stansað
pressa með miklu þyngdarafli
Talsvert var gert af því að stansa skart. Bakplötur eða stokkar undir víravirkisskreytingu í belti eru stansaðir.
Beltispör voru einnig stönsuð. Mynstur höfð einföld. Fyrst þarf að smíða stans. Mót af hlutnum sem á að vinna.
Áður var silfurplata lögð á blýklump. Stansinn sleginn ofan í, þar til mynstrið var komið. Í dag er þetta unnið í stórum pressum með miklu þyngdarafli.
Stansað beltispar og dopur
Hlekkir kveiktir saman
Hlekkir formaðir og fléttaðir í keðju
Hlekkir kveiktir og tilbúnir
Kengjareim tilbúin
Kengjareim
klippt, formað og kveikt
Keðjur eða reimar eru notaðar til að reima saman upphlutinn. Oft eru notaðar innfluttar silfurkeðjur.
Einnig eru handgerðar keðjur notaðar. Kengjareimar sem eru mjög gamlar í gerðinni.
Mikil handavinna er við gerð þeirra. Hver hlekkur er klippur í réttri stærð. Formaður og kveiktur. Eftir það er hægt flétta þá saman. Úr verður keðja í réttri lengd.