21 06, 2021

10 ára afmæli 1. júní og útskrift 5. júní 2021

2021-06-21T15:56:54+00:0021. júní, 2021|Úr starfinu, Útskriftir|

Annríki – Þjóðbúningar og skart var stofnað 1. júní 2011 í bílskúrnum að Suðurgötu 73 í Hafnarfirði. Í upphafi lögðum við 50 fm undir starfsemina en áfram var bílskúr í helming húsnæðisins. Allt frá upphafi hafa námskeið í þjóðbúningasaum verið haldin í Annríki. Haustið 2012 var allt húsnæðið 100 fm tekið undir starfsemina og útbúinn kennslusalur. Þar hafa verið saumaðir fjöldi búninga s.s. upphlutir, peysuföt, herrabúningar og barnabúningar. Eftirspurn er stöðug en áhugi á fald- og skautbúningsnámskeiðum hefur aukist verulega og eru nú hátt í 100 búningar fullgerðir eða í vinnslu.

Útskrift af þjóðbúninganámskeiðum fer fram í lok hverrar annar. Eftir […]

19 04, 2017

Faldbúningshópur 2017

2021-06-21T15:13:08+00:0019. apríl, 2017|Námskeið|

Annríki í Annríki

Laugardaginn 25. mars 2017 var sannarlega annríki hér í Annríki. Dagurinn byrjaði með tíma hjá nýjum faldbúningshópi. Eftir hádegi hittust Faldafreyjur og nutu dagsins saman. Faldafreyjur eru þeir nemendur sem lokið hafa við gerð fald- og skautbúninga. Sá hópur stækkar óðum, nú þegar fylla þann hóp um 25 konur. Þær sem nú eru á slíkum námskeiðum munu bætast við á næstu árum.

Verkefni undirbúin fyrir nýjan hóp

Faldbúningsnemendur 2017 byrjuðu í janúar og tóku þá strax ákvörðun um hvernig búning þær vildu sauma. Af átta nemendum sauma tvær skautbúninga og hinar faldbúninga. Nemendur hafa nú […]

15 04, 2017

Faldafreyjur

2017-04-14T14:10:20+00:0015. apríl, 2017|Úr starfinu|

Faldafreyjur í Annríki

Faldafreyjur er hópur nemenda sem hafa lokið við gerð sinna búninga. Fald- og skautbúningsnámskeið byrjuðu í Annríki árið 2012. Um er að ræða þriggja ára námskeiðaröð. Þar fá nemendur  leiðsögn í gerð búninganna og handverki þeim tengdum. Það er ekki síður saga búninga sem skiptir miklu máli. Án rannsókna væri lítið hægt að aðhafast. Þær rannsóknir sem við höfum unnið í Annríki í áraraðir eru grunnurinn að öllu okkar starfi.

Ábyrgð og skuldbinding

Það gefur auga leið að það er mikill tími sem fer í gerð slíkra búninga og kostnaður er talsverður. Það er því mikil skuldbinding og ábyrgð bæði fyrir […]

24 03, 2017

Menningar­heimsóknir

2021-06-21T15:12:49+00:0024. mars, 2017|Úr starfinu|

Handverks- og búningakynning

Menningarheimsóknir áhugafólks hafa færst í aukana hjá okkur í Annríki. Við bjóðum uppá leiðsögn um búningana og sögu þeirra. Á undanförnum árum höfum við í Annríki unnið öttullega að því að safna búningum og fróðleik um þá.

Hildur hefur stundað nám í sagnfræði í Háskóla Íslands. Það hefur veitt okkur í Annríki tækifæri til enn frekari rannsókna. Það er virkilega ánægjulegt að upplifa hversu mikinn áhuga fólk sýnir störfum okkar, þekkingu og búningasögunni.

Menningarheimsóknir frá HÍ

Í dag tókum við á móti góðum hópi úr Háskóla Íslands, samnemendum Hildar úr sagnfræðinni og tveimur kennurum. Hildur sagði aðeins frá sögu fyrirtæksins og áherslum í […]

16 02, 2017

Faldbúningur Rannveigar

2021-06-21T15:12:32+00:0016. febrúar, 2017|Úr starfinu|

Faldbúningur Rannveigar Filipusdóttur Sívertsen

Föstudaginn 26. febrúar 2016 færði Annríki – Þjóðbúningar og skart Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær gjöf.  Faldbúning á Rannveigu Filipusdóttur Sívertsen.

Búningurinn var unnin í samstarfi við Faldafreyjur í Annríki. Frumkvæði að verkinu áttu hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður.

Árið 2014 voru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen. Hann fékk nafnbótina riddari fyrir störf sín og vasklega framgöngu í málefnum Íslendinga. Það ár var haldin ráðstefna til að minnast þeirra tímamóta. Margir fræðimenn fjölluðu um Bjarna. Líf hans sem verslunar og útverðarmanns í Hafnarfirði.

Fyrirlestur um búninga

Hildur í Annríki hélt fyrirlestur um búninga eiginkonu […]

23 01, 2017

100 fjallkonur í Hafnarfirði

2021-06-21T15:13:22+00:0023. janúar, 2017|Úr starfinu|

Kosningaréttur kvenna 100 ára

19. júní árið 2015 var haldið uppá 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Til að fagna þessum tímamótum ákvað Hafnarfjarðarbær að fara óvenjulega leið við val á fjallkonu á 17. júní. 100 konum í íslenskum búningum var boðið að fara með erindi fjallkonunnar.

Það er ekki hlaupið að því að safna slíkum fjölda í þjóðbúningum. Hafnarfjarðarbær leitaði því eftir lisðinni Annríkis – Þjóðbúningar og skart um verkefnið. Var því vel tekið. Margir nemendur Annríkis hafa saumað þjóðbúning og tóku vel í verkefnið.

Skráning í verkefnið fór í gegnum facebook og fljótlega höfðu 80 konur skráð sig.

Undirbúningur og æfing

100 konur mættu í […]

23 01, 2017

Jurtalitun í Annríki

2021-06-21T15:12:18+00:0023. janúar, 2017|Úr starfinu|

Þekking formæðranna

Formæður okkar voru fjölhæfar handverkskonur. Þær kunnu að nýta sér það hráefni sem náttúran gaf þeim. Jurtalitun var eitt af því sem þær höfðu mikla þekkingu á. Þær þekktu vel eiginleika plantnanna og þá liti sem þær gáfu með mismunandi meðferð.

Á sumrin týndu þær ferskar plöntur og þurrkuðu til notkunar síðar. Þannig gátu þær litað ullina sem þær fengu af fénu. Þó mikið væri um fatnað í sauðalitunum sýna heimildir að þær lituðu bæði garn og fatnað.

Garnið var notað til dæmis í ofnar svuntur, prjónuð sjöl og leppa. En það var einnig notað í fagran útsaum og knipl til að […]

20 01, 2017

Þjóðbúninga­ráðsþing Valders, Noregi 2015

2021-06-21T15:11:50+00:0020. janúar, 2017|Úr starfinu|

Hildur og Ási vöktu athygli

Ég hélt fyrirlestur um þróun upphlutarins frá faldbúningi fram á 21. öldina. Hvernig upphluturinn sem flík telst táknrænn í sjálfum sér. Hvaða táknræn gildi hefur hann haft í gegnum söguna. Ekki síst í upphafi 20. aldar í baráttu kvenna fyrir auknum réttindum.

Þjóðbúningaráð starfa í hverju landi

Norðurlöndin hafa í fjölda ára átt samstarfsvettvang á sviði þjóðdansa og þjóðbúninga. Þjóðbúningaráð hafa verið starfrækt í hverju Norðurlandanna fyrir sig.

Samstarfslöndin eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Ísland. Meðlimir þeirra hafa hist á þjóðbúningaráðs- þingum á þriggja ára fresti. Þingin eru haldin í hverju landi eftir ákveðinni röð.

Fjöldi þingesta er fastákveðinn 60 og hefur hver […]

Go to Top