This event has passed.
Baldýringsnámskeið hefst
07/02/2018 kl 18:30
| kr.90.000Baldýringsnámskeið hefst 7. febrúar 2018
Námskeiðið er 36 klukkustundir
- Kennt einu sinni í viku í átta vikur, frá 18:30 – 21:30
- Nemendur setja upp borða eða annað sambærilegt (efni ekki innifalið)
- Efni í prufur er innifalið
- Nemendur mæta með lítil skæri, svartan og ljósantvinna ásamt nálum
- Fjöldi 6-8 nemendur
Námskeiðsverð 90.000 kr
Leiðbeinandi Guðbjörg Andrésdóttir.
Fróðleikur um baldýringu
- Saumað er með silki– eða vírþræði sem lagður er yfirmót sem mynda lauf eða blóm.
- Baldýring er notuð á borða á upphluti, faldtreyjur, faldkraga og belti
- Skreytiaðferðina er einnig hægt að nota á veski, skartgripi eða annað
- Sérhæft handverk sem þróast hefur og lifir með þjóðbúningunum
- Verkið er vandasamt en afar fjölbreytt og skemmtilegt
Allir geta ef áhugi er fyrir hendi
- Þú lærir réttu handtökin
- Farið er skref fyrir skref í hvert atriði
- Heimavinnu er krafist á milli tíma
- Með okkar aðstoð og ykkar áhuga og vilja geta allir tekið þátt
Tökum vel á móti þér
Við hlökkum alltaf til að fara af stað með nýja hópa og halda áfram með þá sem fyrir eru. Við erum ávalt reiðubúin að leiðbeina og veita svör við spurningum sem upp geta komið.
Þú getur skráð þig á námskeið hér eða haft samband í síma 511-1573/898-1573 (Hildur).