Loading Events

Kyrtil, fald- og skautbúningskynning 13. janúar 2018

Í Annríki er fjöldinn allur af íslenskum þjóðbúningum frá mismunandi tímabilum. Búningarnir eru ýmist gamlir eða í nýrri endurgerð. Þar má meðal annars finna sjá mismunandi kyrtla, fald- og skautbúninga.

Fjöldinn allur af gínum er uppábúinn í búninga.  Þeir lifna svo sannarlega við þegar Hildur  og Ási segja frá þeim af mikilli þekkingu og fjölbreyttum möguleikum við gerð þeirra.

  • Hver búningur hefur sitt sérkenni
  • Mikil þróun hefur átt sér stað
  • Tískustraumar og tíðarandi hafa haft áhrif
  • Búningar voru gerðir úr þeim efnum sem til voru hverju sinni
  • Í Annrík er mikil þekking og kunnátta í handverki sem óspart er miðlað
  • Mikil saga liggur í þjóðbúningunum, ekki síst saga íslenskra kvenna

Námskeiðsröð kynnt

Einnig verður gert grein fyrir þriggja ára námskeiðsröð sem hefst laugardaginn 27. janúar 2018. Námskeiðsröðin miðar að því að fullklára kyrtil, fald- eða skautbúning.

Allri áhugasamir velkomnir meðan húsrúm leyfir og tekið er á móti skráningum á námskeið sama dag.

 

Þú getur líka skráð þig á námskeið hér eða haft samband í síma 511-1573/898-1573 (Hildur).

Kynninguna annast; Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður.