Þjóðbúningakynning
Kyrtil, fald- og skautbúningskynning
Annríki - Þjóðbúningar og skart Suðurgata 73, HafnarfirðiKyrtil, fald- og skautbúningskynning 13. janúar 2018 Í Annríki er fjöldinn allur af íslenskum þjóðbúningum frá mismunandi tímabilum. Búningarnir eru ýmist gamlir eða í nýrri endurgerð. Þar má meðal annars finna sjá mismunandi kyrtla, fald- og skautbúninga. Fjöldinn allur af gínum er uppábúinn í búninga. Þeir lifna svo sannarlega við þegar Hildur og Ási segja frá þeim af mikilli þekkingu og fjölbreyttum möguleikum við gerð þeirra. Hver búningur hefur sitt sérkenni Mikil þróun hefur átt sér stað Tískustraumar og tíðarandi hafa haft áhrif Búningar voru gerðir úr þeim efnum sem til voru hverju sinni Í Annrík er mikil þekking og kunnátta í handverki sem óspart er miðlað Mikil saga liggur í þjóðbúningunum, ekki síst saga [...]
Hátíðarmessa og útskrift nemenda Annríkis
Hafnarfjarðarkirkja Strandgata, HafnarfirðiHátíðarmessa og útskrift nemenda í Annríki í þjóðbúningasaumi. Félagar úr Þjóðbúningafélaginu Annríki ganga til kirkju í þjóðbúningum og annast lestra Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra flytur hátíðarræðu Barbörukórinn syngur ættjarðarlög og aðventusálma Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson og organisti er Guðmundur Sigurðsson sem jafnframt stýrir Barbörukórnum Boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á eftir þar sem fram fer útskrift á Þjóðbúningasaumanámskeiði sem Annríki, þjóðbúningar og skart hafa staðið fyrir undanfarin ár