Handverks- og búningakynning
hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart
Leiðsögn um búningasögu
- Ein kvöldstund, leiðsögn, ca 2 klukkustundir
- Búningakynning, farið yfir sögu búninganna
- Gestir skoða fjölbreytta búninga og handverk
- Kynning á fjölbreyttu búningaskarti
- Fjöldi gesta 8-20
- Kaffisopi á staðnum
Verð 2.500 kr á mann
Leiðbeinandi Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur. Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður.
Handverkskynning
- Ein kvöldstund, 3 klukkustundir
- Búningakynning, farið yfir sögu búninganna
- Gestir skoða fjölbreytta búninga og handverk
- Kynning á fjölbreyttu búningaskarti
- Tækifæri til að kynnast einni útsaumsaðferð og sauma eina prufu
- Velja útsaumsaðferð, t.d. baldýringu, flauelisskurð eða blómstursaum
- Innifalið er efni í prufur og kaffisopi
- Fjöldi 7-12 gestir
Námskeiðsverð 15.000 kr.
Leiðbeinandi Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur. Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður.
Þjóðbúninga- og handverkskynning
Í Annríki er fjöldinn allur af íslenskum þjóðbúningum frá mismunandi tímabilum. Búningarnir eru ýmist gamlir eða í nýrri endurgerð.
Fjöldinn allur af gínum er uppábúinn í búninga. Þeir lifna svo sannarlega við þegar Hildur og Ási segja frá þeim af mikilli þekkingu.
Í gegnum tíðina hafa búningarnir þróast og fylgt tískustraumum. Það er skemmtilegt að sjá hvað hver búningur getur verið ólíkur þó um samskonar búning sé að ræða. Búningar hafa ávallt verið gerðir úr þeim efnum sem voru í tísku og fengust á hverjum tíma.
Mikil saga liggur í þjóðbúningunum, ekki síst saga íslenskra kvenna. Hér er menningararfinum haldið á lofti, sagan og arfurinn sem ekki má gleymast.
Íslenskt handverk á sér ekki síður mikla sögu. Í Annrík er mikil þekking og kunnátta í handverki sem óspart er miðlað. Oft hefur það kveikt áhuga á meiri saumaskap að sauma prufu.
Lifandi miðlun í tali og verki. Góður félagsskapur spillir ekki ánægjunni.
Skólahópur í heimsókn
Ella Jóna saumar fögur blóm í faldbúning
Þjóðbúningakynning í Gúttó 2012