Handverk og búningasaga

Annríki býður upp á úrval þjóðbúninganámskeiða

  • Fagleg vinnubrögð við gerð íslenskra búninga

  • Mikil fræðsla um sögu og þróun búninganna

  • Faldbúningar á 18. öld, litríkt, damask, silki, flauel

  • Skautbúningar á 19. öld, svart, klæði, gyllt og silfrað

  • Upphlutur á 20. öld, hátíska í fjölbreyttu efnisúrvali

  • Lokamarkmið er einn fullkláraður búningur

  • Hverju námskeiði lýkur með útskrift við hátíðlega athöfn

Í Annríki er einnig boðið upp á sérfræðiþjónustu varðandi þjóðbúninga og skart.

Auður, Hanna Lind og Telma Rún, 19. og 20. aldar peysuföt

ÞJÓÐBÚNINGANÁMSKEIÐ

Þjóðbúningar hafa þróast í gegnum tíðina. Hver búningur hefur sinn glæsibrag og sérkenni sem fylgir tíðaranda hverju sinni.

Skrá mig á námskeið

Allir geta

ef áhugi er fyrir hendi

  • Á þjóðbúninganámskeiði lærir þú réttu handtökin við gerð búnings
  • Farið er skref fyrir skref í hvert atriði
  • Heimavinnu er krafist á milli tíma
  • Námskeiðin henta jafnt þeim sem hafa litla sem mikla saumareynslu
  • Með okkar aðstoð og ykkar áhuga og vilja geta allir tekið þátt
Annríki - Þjóðbúningar og skart. Blómabekkur á skautbúningi í vinnslu
Una Nikk nemandi í Annríki - Þjóðbúningar og skart

2013 gekk ég inn í lítið bakhús í fallegum garði hér í Hafnarfirði. Þar fyrir innan hefði mig aldrei grunað hvaða magnaða starf færi fram. Ég var komin með smá kvíðahnút í maganum yfir því hvað ég „þóttist“ ætla að gera. Er búin að vera föst hérna síðan.

Una Nikk
Margrét Þyrí Sigurðardóttir nemandi í Annríki - Þjóðbúningar og skart

Ég hef verið á námskeið hjá Annríki í vetur. Þar hef ég fengið frábæra kennslu í að sauma 19.alda upphlut. Þessir tímar voru frábærlega skemmtilegir með skemmtilegum konum. Það sem Hildur kenndi nær langt út fyrir saumaskap á upphlutnum. Óteljandi góð ráð sem hún gaf sem eiga við allan saumaskap.  Takk fyrir mig í vetur.

Margrét Þyrí Sigurðardóttir
Kolbrún Ýr, nemandi í Annrki - Þjóðbúningar og skart

Þegar ég byrjaði á námskeiði hjá Hildi í Annríki – Þjóðbúningar og skart kunni ég EKKI að sauma.  Ég hef nú lært margt af Hildi og saumað nokkra þjóðbúninga.  Þetta var heilmikið nám, tæp þrjú ár síðan ég byrjaði og er ekki búin enn. Á eftir að sauma búninga á unglingana mína.

Kolbrún Ýr Gísladóttir

Á döfinni

Námskeið hefjast um miðjan september
0
0
0
0
Days
0
0
Hrs
0
0
Min
0
0
Sec

Þjóðbúninganámskeið