Baldýringsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Námskeiðið er 36 klukkustundir

  • Kennt einu sinni í viku í sex vikur, frá 18:30 – 21:30
  • Nemendur setja upp borða eða annað sambærilegt (efni ekki innifalið)
  • Efni í prufur er innifalið
  • Nemendur mæta með lítil skæri, svartan og ljósan tvinna ásamt nálum
  • Fjöldi 6-8 nemendur

Námskeiðsverð 75.000 kr

Leiðbeinandi Guðbjörg Andrésdóttir.

Fróðleikur

  • Baldýring er orð sem notað er yfir hluta þess handverks sem á ensku heitir golden embroidery
  • Handverkið var notað á búninga hefðarfólks og hershöfðingja
  • Saumað er með silki– eða vírþræði sem lagður er yfir mót sem mynda lauf eða blóm.
  • Baldýring er notuð á borða á upphluti, faldtreyjur, faldkraga og belti
  • Skreytiaðferðina er einnig hægt að nota á veski, skartgripi eða annað
  • Sérhæft handverk sem þróast hefur og lifir með þjóðbúningunum
  • Verkið er vandasamt en afar fjölbreytt og skemmtilegt
Baldýringsnámskeið hjá Annríki Þjóðbúningar og skart. Baldýring á borða.

Baldýring á Viðeyjarbúning í vinnslu

Skrá mig á námskeið

Baldýringsnámskeið