Barnabúningsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Námskeiðið er 24 klukkustundir

  • Kennt er einu sinni í viku í átta vikur, frá 18:30-21:30
  • Drengjabúningur, saumað er skyrta, buxur og vesti
  • Ekki gerð treyja við drengjabúning
  • Nemendur prjóna sokka og húfu sjálfir. Uppskrift og garn er hægt að fá í Annríki
  • Stúlknabúningur,  19. eða 20. aldar upphlutur. Samanstendur af, skyrtu, koti, pilsi, svuntu og húfu
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Nemendur prjóna húfu sjálfir. Uppskrift og garn er hægt að fá í Annríki
  • Efniskostnaður er 50-80.000 kr
  • Silfurkostnaður á 20. aldar upphlut er mismunandi eða allt frá 100.000 kr
  • Silfurkostnaður á 19. aldar upphlut er talsvert minni

Námskeiðsverð 110.000 kr

Leiðbeinendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Olga Kristjánsdóttir, kjólasveinn.

Fróðleikur um barnabúninga

Fatnaður barna frá 18. og 19. öld hefur ekki varðveist. Líklegast er að börn hafi borið svipaðan fatnað og fullorðnir. Það sést á skriflegum heimildum og teikningum. Til dæmis eru til teikningar af stúlkum frá 18. öld í búningum.

Drengjabúningar eru endurgerðir á fatnaði karla frá 18. og fram á miðja 19. öld en í smækkaðri mynd.

Farið var að sauma 20. aldar upphluti á stúlkur um 1930. Tilefnið var Alþingishátíð. Upphluturinn varð mjög vinsæll sem sparifatnaður.

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Börn í íslenskum þjóðbúningum. 19. aldar upphlutur og herrabúingur

Þyrí Brá og Marinó Máni á 17. júní 2014

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Stúlkur í 19. aldar upphlutum.

Fjör í Hafnarfirði 17. júní

Nánar um barnabúninga

Barnabúningsnámskeið