Herrabúningsnámskeið

hjá Annríki – Þjóðbúningar og skart

Námskeiðið er 33 klukkustundir

  • Kennt er einu sinni í viku í ellefu vikur, þrjár klukkustundir í senn
  • Saumuð er treyja, vesti, buxur og skyrta
  • Nemandi fær búninginn tilsniðinn eftir máli
  • Efniskostnaður er ca 90.000 kr
  • Hnappar geta verið misdýrir eftir því hvað er valið
  • Silfurhnappar geta kostað um eða yfir 100.000 kr
  • Húfa og sokkar. Uppskrift, garn og prjónar fást í Annríki og nemendur prjóna sjálfir.

Námskeiðsverð er 170.000 kr

Leiðbeinandi er Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjómameistari og sagnfræðingur

Annríki - Þjóðbúningar og skart. Ási og Binni í íslenskum herrabúningum.

Ási og Brynjar skarta glæsilegum herrabúningum

Skrá mig á námskeið

Nánar um herrabúning

Búningurinn samanstendur af skyrtu, vesti, buxum, treyju og höfuðbúnaði

  • Skyrtan er einföld, ljós nærskyrta, saumuð úr bómull eða hör
  • Vestið var oftast tvíhneppt og hægt að hneppa á báða boðunga. Á því eru allt að 18 tölur og handgerð hnappagöt. Vestið er saumað úr ull; klæði eða vaðmáli og fóðrað með þéttu bómullarefni. Það getur verið í ýmsum litum. Bryddað með andstæðum lit t.d. blátt vesti með rauðum bryddingum
  • Buxur eru með hnepptri lokuklauf og hnepptum axlaböndum. Þær geta verið með síðum skálmum eða hnébuxur með hnepptum klaufum á skálmum. Hnepptar klaufar voru algengar á þeim tíma þegar menn fóru allra sinna ferða á hestbaki. Buxurnar eru saumaðar úr ull; klæði eða vaðmáli. Oftast í dökkum litum þ.e. svart, blátt, grátt eða brúnt
  • Treyjan er tvíhneppt sem hægt er að hneppa á báða boðunga. Ermaklaufar eru hneptar. Á treygjunni eru 24 hnappar og handgerð hnappagöt. Treyjan er saumuð úr ull; klæði eða vaðmáli. Oftast í dökkum litum s.s. svart, blátt, grátt eða brúnt. Ekki nauðsynlega samstæð buxunum

Við búninginn er borin prjónuð húfa eða hattur. Í háls er gjarnan hnýttur litríkur klútur úr bómull eða silki. Með hnébuxum eru bornir prjónaðir sokkar og sokkabönd, fléttuð eða spjaldofin. Áður fyrr voru notaðir sauðskinnsskór með leppum. Í dag fer best á því að vera í dökkum, einföldum skóm án alls skrauts.

Búningurinn  er saumaður bæði í saumavél og í höndum en öll hnappagöt sem geta verið á milli 30-40 eru handgerð.

Herrabúningsnámskeið