Möttulnámskeið
hjá Annrík – Þjóðbúningar og skart
Námskeiðið er 15 klukkustundir
- Kennt er einu sinni í viku í 5 vikur, þrjár klukkustundir í senn
- Saumaður er einn möttull með flaueliskanti
- Saumatímar eru fjórir
- Námskeiðið hefst með mátunartíma
- Mál tekin hjá hverjum og einum
- Nemendur velja efni
- Nemendur fá möttulinn tilsniðinn eftir máli
- Allt efni og tilleg fæst í Annríki
- Efniskostnaður í kringum 60-70.000 kr
- Saumaskapur á mötli:
- Saumað er ytra byrði og fóður
- Mátað
- Flaueliskantur undirbúinn
- Flaueliskantur saumaður á
Námskeiðsverð 75.000 kr
Leiðbeinandi er Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur.
Skart
Möttulpör eru saumauð á boðunga til að festa hann saman. Þau eru afar fjölbreytt, allt eftir efnum og aðstæðum.
Þau geta verið:
- Tveir kúplar svipað beltispari
- Litlar hálfkúlur sem festar eru á flatar plötur. Þannig eru oft 3-4 hálfkúlur á hvorum helmingi. Í hverri kúlu hangir gjarnan lítið lauf eða dropi
Möttulpör geta verið steypt, handunnið víravirki eða loftverk. Verð eru mjög mismundandi eftir gerð. Mismunandi verð er á möttulpari eftir því hvað er valið, ekki innifalið.
Einnig má sauma svartan krók og lykkju í stað möttulpars.
Telma í fallegum möttli
Nánar um Möttul
Um aldamótin 1900 virðist möttullinn hafa verið kominn í það form sem við þekkjum. Síð flík sem nær niður að útsaumi eða niður fyrir svuntu.
Möttullinn er með hliðar-, axlar- og sniðsauma. Þannig formast hann eftir líkamanum. Hann er frekar þröngur um axlir. Víkkar svo aðeins niður á við.
Á boðunga, í brjósthæð er sett möttulpar til að krækja hann saman. Innan á boðunga í olnbogahæð eru saumaðir renningar. Þannig er hægt að halda möttlinum þéttara að sér.
Möttlar hafa varðveist í miklu magni. Sýnir það fjölbreytileika þeirra. Þeir hafa verið saumaðir í litríkt flauel, silki og mynstruð efni. Einnig voru þeir hafðir svartir úr silkisatíni eða úr fínum ullarefnum. Þeir eru gjarnan fóðraðir að innan með fínu litríku fóðri.
Í útkant er saumaður skinnkantur. Hann getur verið hvítur með svörtum skottum, (hermelínskinn). Kanturinn getur líka verið dökkbrúnn eða svartur úr minnka-, refa- eða kanínuskinni.
Á seinni hluta 20. aldar hefur möttullinn þróast sem fyrr. Í dag er hann oftast saumaður úr léttu svörtu ullarefni. Gjarnan fóðraður með litríku satínfóðri.
Í stað skinnkants í útbrún er nú oft saumaður flaueliskantur. Skinn er dýrt hráefni og ekki á allra færi að vinna það. Í stað möttulspars sem geta verið dýr er oft setur stór svartur krókur. Þannig hefur þróunin komið til móts við okkar þarfir og væntingar.